
Bæði karla og kvenna lið Völsungs tóku á móti HK laugardaginn 22. febrúar 2025
KK leikurinn
Völsungur voru snemma komnir með yfirhönd í 8 – 3 og héldu þessu forskoti en í 20 – 14 gaf HK í og náðu upp í 21 – 20 en dugði það ekki til og vann Völsungur 25 – 21 fyrstu hrinu.
HK byrjuðu sterkt og voru yfir 1 – 5 en héldu Völsungur í og náði Völsungur að jafna í 15 – 15 og voru liðin hnífjöfn eftir það og voru jöfn í 22 – 22, 23 – 23 og 24 – 24 og fékk HK fyrsta möguleika að klára hrinuna í 24 – 25 en mistókst og kláraði Völsungur hrinuna 27 – 25.
Þriðja hrina byrjaði mjög jafnt og voru liðin jöfn frá 9 – 9 til 17 – 17 og á komst Völsungur yfir 20 – 17, HK hélt í en náðu aldrei að jafna aftur og vann Völsungur hrinuna 25 – 21 og því með leikinn 3 – 0.
KVK leikurinn
Völsungur byrjuðu sterkar og voru komnar yfir 10 – 6, HK héldu í en í 12 – 11 náði Völsungur 5 stigum í röð sem setti þær í góða stöðu í 17 – 11. Völsungur náðu að halda þessu bili og unnu fyrstu hrinu 25 – 16.
Önnur hrina byrjaði þver öfugt og var HK komnar 1 – 5 yfir og voru með yfirhöndina þanga til Völsungur náði að jafna 11 – 11 og stálu yfirhöndinni og komust yfir 19 – 14. Völsungur spilaði góðan leik út hrinuna og unnu hana 25 – 17.
Þriðja hrina var mjög jöfn og voru liðin jöfn í 6 – 6, 11 – 11, 19 – 19 og frá 20 – 20 skiptust liðin á að fá stig eftir stig. HK fékk fyrsta möguleika að klára hrinuna í 24 – 25 en mistókst og komst Völsungur þá yfir og fengu möguleika að klára hrina 26 – 25 en mistóks og kláraði þá HK 27 – 29 og unnu hrinuna.
HK komu sterkar inn í fjórðu hrinu og voru komnar yfir 1 – 7 og síðan 4 – 13 sem setti HK í mjög góða stöðu og keyrðu þær þetta út alla hrinuna og unnu hana 11 – 25.
Völsungur byrjuðu oddinn 3 – 1 og jafnaði HK síðan í 5 – 5 en þá náði Völsungur 5 stigum í röð sem kom þeim í 10 – 5 og náðu að halda þessi bili og unnu oddahrinuna 15 – 10 og því með leikinn 3 – 2.
Stigahæðst hjá HK var Helena með 20 stig og stigahæðst hjá Völsung var Sigrún Anna með 22 stig.