
Þann 6. mars kláruðust allir deildaleikir í Tékknesku deildinni og byrja 8 liða úrslit í úrslita keppninni næsta þriðjudag, 18. mars.
Přerov eru í 8 sæti og munu því mæta liðinu sem er í fyrsta sæti í 8 liða úrslitum, annað liðið þarf að sigra þrjá leiki og geta því leikirnir farið upp í 5. Tímabilið mun því klárast fyrir það lið sem tapar og þær sem vinna fara áfram í undanúrslit.
Leikjaplanið er svona og hægt er að horfa á alla leiki á volej.tv
Þriðjudaginn 18. mars kl 17:00 (ísl tíma)
Föstudaginn 21. mars kl 17:00 (ísl tíma)
Mánudaginn 24. mars kl 17:00 (ísl tíma)
Og ef staðan er 2 – 1 eftir þessa leiki verður spilað:
Fimmtudaginn 27. mars kl 17:00 (ísl tíma)
Sunnudaginn 30. mars kl 16:00 (ísl tíma)