Fréttir - Innlendar fréttir

Völsungur með 3 stig gegn Þrótt Fjarðabyggð

Sunnudaginn 23. febrúar 2025 tók Völsungur á móti Þrótt Fjarðabyggð.

Leikurinn byrjaði mjög spennandi og voru liðin jöfn í 4 – 4, 12 – 12 og 16 – 16, þá gaf Völsungur í og komust 19 – 17 yfir og var mikil barátta eftir það. Liðin skiptust á að fá stig og voru síðan aftur jöfn í 24 – 24, Þróttur fékk 3 tækifæri í röð til að klára hrinuna og tókust það loksins í 4 sinn og unnu hana 27 – 29.

Völsungur komu sterkari inn í aðra hrinu og voru komnir með gott forskot í 12 – 6 og náðu að halda þessu forskoti út alla hrinuna og unnu hana 25 – 17.

Völsungur byrjuðu aftur sterkt og voru komnir yfir 8 – 3 og síðan 14 – 6 sem setti Þrótt í erfiða stöðu, Völsungur spiluðu góðan leik og unnu hrinuna 21 – 15.

Fjórða hrina var jafnari og voru liðin jöfn í 8 – 8 til 19 – 19 en þá komust Völsungur yfir 22 – 19. Þróttur Fjarðabygð hélt í en dugði það ekki til og vann Völsungur 25 – 23 eftir mikla baráttu.