Uncategorised

Völsungur tók á móti Álftanes

Laugardaginn 8. febrúar 2025 tók Völsungur á móti Álftanesi.

Völsungs konur mættu með krafti inn í leikinn og byrjuðu hann með 12 – 1 forsksoti sem setti Álftanes í mjög vonda stöðu. Álftanes reyndi að halda í en gaf Völsungur ekkert eftir og unnu þær fyrstu hrinuna 25 – 9.

Önnur hrina var miklu jafnari og voru liðin jöfn í 10 – 10 en þá náði Völsungur 5 stigum í röð og komust í 15 – 10. Völsungur náðu að halda þessu forskoti og unnu hrinuna 25 – 18.

Völsungur héldu áfram að spila sinn leik og voru komnar snemma í þriðju hrinu með 9 – 4 forskot og síðan 15 – 7. Álftanes náði aldrei að brúa þetta bil og vann Vöslungur hrinuna 25 – 10 og því með leikinn 3 – 0.

Stigahæðsti leikmaður hjá Völsung var hún Kristine Teivane með 14 stig og stigahæðst hjá Álftanes var hún Martyna Wlodarczyk með 8 stig.