Laugardaginn 23. mars fékk Holte Brøndby í heimsókn þar sem að fyrst leikur í undanúrslitum var spilaður.
Leikurinn byrjaði jafn þar sem að liðin skiptust á því að skora upp að stöðunni 6-6. Þá gáfu Brønby í og komu sér í 6-11 forystu. Áfram héldu Brøndby að pressa á heimakonur og leiddu hrinuna 11-17. Holte náðu að rífa sig í gang og minka muninn, það dugði þó ekki til og sigruðu Brønby hrinuna 18-25.
Önnur hrina var hníf jöfn þar sem að liðin skoruðu til skiptis alla hrinuna. Holte komu sér í góða stöðu þar sem að þær leiddu 24-21 og áttu möguleikann á því að loka hrinunni. Brøndby settu þó í fimmta gír og jöfnuðu Holte í 24-24 og sigruðu hrinuna 26-28.
Holte var þá komið með bakið upp við vegg þar sem að Brøndby leiddi 0-2. Brøndby byrjuðu hrinuna vel og leiddu 3-8. Áfram héldu Brøndby að leiða hrinuna og var staðan 10-16. Holte náði sér aldrei almennilega á strik og sigruðu Brøndby hrinuna 16-25 og þar með leikinn 0-3.
Leimaður leiksins var frelsinginn Ditte Kjær.
Næsti leikur er miðvikudaginn 27. mars þar sem að liðin mætast á heimavelli Brøndby.