Erlendar fréttir

Annar leikur Odense Volleyball gegn Gentofte í undanúrlsitum

Eftir að Odense Volleyball höfðu farið til Kaupmannahafnar þar sem að þeir mættu Gentofte í fyrsta leik í undanúrslitum var komið að því að Gentofte færi til Odense þar sem að þeir keptu annan leikinn í undanúrslitum.

Gentofte byrjuðu leikinn vel og komu sér í 0-3 forystu. Odense Volleyball voru þó ekki lengi að því að jafna í 3-3. liðin skiptust á því að skora og var hrinan mjög jöfn upp að stöðunni 12-12. Þá setti Gentofte í annan gír og komu sér í 15-21 forystu. Þá tók þjálfari Odense Volleyball leikhlé. Ekki dugði það þó til. Með stabílli hávörn og sterkum sóknum Gentofte áttu Odense Volleyball erfitt með að koma sér í gang og sigruðu Gentofte hrinuna 17-25.

Odense Volleyball byrjuðu aðra hrinuna vel og leiddu 5-2. Gentofte voru þó ekki lengi að því að brúa bilið og voru búnir að jafna í stöðunni 9-9. Eftir það var hrinan afar jöfn og skoruðu liðin til skiptis. Í stöðunni 20-20 settu Odense Volleyball í lás og lokuðu hrinunni 25-20 og jöfnuðu þar með leikinn í 1-1.

Odense Volleyball voru í góðum gír og byrjuðu þriðju hrinuna vel þar sem að þeir leiddu 8-3. Odense Volleyball voru með í lás og leiddu hrinuna 12-5 og 16-10. Áfram héldu Odense Volleyball að pressa á gestina og sigruðu hrinuna að lokum nokkuð sannfæranndi 25-17.

Odense Volleyball voru í stuði og byrjuðu fjórðu hrinuna vel þar sem að þeir komu sér í 5-0 forystu. Gentofte komu sér á strik og jöfnuðu í stöðunni 12-12. Eftir það skoruðu liðin til skiptis upp að stöðunni 16-16. Þá náðu Odense Volleyball aftur forystunni og leiddu 20-17. Eftir spennandi hrinu og leik sigruðu Odense Volleyball hrinuna 25-23 og þar með leikinn 3-1.

Odense Volleyball eru þar með búnir að jafna einvígið í 1-1 og má búast við æsispennandi leik næsta þriðjudag þann 26. mars þegar að Odense Volleyball fara í heimsókn til Gentofte.