Innlendar fréttir

KA Deildarmeistarar kvenna 2024

Seinastu leikir Unbrokendeild kvenna buðu upp á mikla spennu fyrir áhorfendur. Miðvikudaginn 13. mars bauð Afturelding KA í heimsókn í seinasta deildarleik liðanna. Fyrir leik vara vitað að Afturelding þurfti 3 stig úr leiknum en KA aðeins 1 stig og þurftu því bæði lið að leggja allt í leikinn.

Fyrsta hrina var heldur betur spennandi og skiptust liðin á að fá stig þar til um miðja hrinu gáfu Afturelding í og náðu forystu í 20-15. KA stelpur gáfust þó ekki upp og náðu að lokum að jafna í 21-21 en eftir mikla spennu náðu Afturelding að sigra hrinuna 29-27.

Önnur hrina var mun sveiflukenndari en fyrsta hrinu en KA var með yfirhöndina nánast alla hrinuna og unnu hana sannfærandi 25-18 og staðan því orðin 1-1 í hrinum. KA þurftu aðeins að vinna eina hrinu í viðbót til þess að tryggja sér deildarmeistaratitilinn.

Mikið var í húfi fyrir Aftureldingu og byrjuðu þriðju hrinu af krafti og leiddu hana 8-3. Afturelding hélt forustunni og voru 14-9 yfir en KA náðu þó að jafna í stöðuna 14-14. Afturelding tók þá leikhlé og komu sér aftur yfir í stöðuna 19-14. KA stelpur gáfust þó ekki upp og jöfuðu í 20-20. Eftir spennandi hrinu tókst KA að vinna hana 25-23 og þar með tryggja sér deildarmeistaratitilinn og fögnuðu því.

Úrslitin voru því klár og leyfðu því þjálfarar liðanna ungum leikmönnum að spreyta sig. Afturelding hafði mikla yfirhönd í fjórðu hrinu og unnu hana sannfærandi 25-8. Oddahrinan var meira spennandi en fjórða hrina en Aftureldingarstelpur höfðu yfirhöndina og unnu hana 15-9 og því leikinn 3-2.

KA fengu bikarinn afhendann í Varmá og fögnuðu því að leik loknum og krúnar Deildarmeistarar 2024 sem er þriðja árið í röð þar sem þær vinna þennan titil. Afturedling endaði deildina í 2. sæti og HK í 3. sæti.