Fréttir - Innlendar fréttir

KA með sigur í hörkuleik á Húsavík

KA menn byrjuðu fyrstu hrinuna betur og komust í 6-2 en mikið var um klaufa mistök hjá Völsungi. Þjálfari Völsungs tók þá leikhlé og komu þeir sterkir til baka og komust yfir 15-12. Völsungur hélt svo forustunni áfram og unnu hrinuna 25-21.

Líkt og í fyrstu hrinu komust KA menn fljótt yfir og voru yfir 7-2. KA menn stiltu upp góðri blokk og áttu heimamenn erfitt með að skora. Gestirnir héldu pressunni alla hrinuna og unnu hana 25-18.

3 hrina byrjaði frekar jöfn og áttu bæði lið frábærar sóknir. KA menn stigu samt hægt og rólega framúr og voru yfir 17-11 þegar Völsungur tók leikhlé, það dugði ekki til og unnu KA menn 25-19.

Heimamenn byrjuðu 4 hrinuna betur og komust yfir 6-2. KA menn voru hinsvegar ekki lengi að jafna og komust yfir 11-10. KA menn voru svo yfir mest allan tímann og komust mest í 3 stiga forskot. Gestirnir voru með möguleikan tvisvar sinnum með að klára leikinn en með klaufalegum mistökum þeirra jöfnuðu Völsungsmenn í 25-25. Völsungsmenn áttu svo frábæra blokk og komust í 26-25, það var svo Árni Fjalar sem skoraði síðasta stigið og tryggði þeim oddahrinu

5 hrina var gríðarlega spennandi og skiptust liðin á stigum fram að 7-7 þegar KA menn byrjuðu að skríða framúr og komust í 10-7. Allt gékk síðan upp á KA og unnu þeir hrinuna 15-10 og þar með leikinn 3-2.

Stigahæstur í leiknum var Marcel hjá Völsungi með 25 stig. 17 úr sókn, 4 blokkir og 4 ása. Eftir honum var KA maðurinn Oscar með 20 stig. 15 stig úr sókn, eina blokk og 4 ása.