Leikur 1.
Miðvikudaginn 3. apríl fór fram fyrri leikurinn í undanúrslitum HK-Þróttar F. þar sem að Þróttur F. fór í heimsókn til HK.
HK byrjaði leikinn vel og leiddu 5-2. Þróttur F. gáfu í og brúuðu bilið niður í 8-7. Efir það var hrinan jöfn og skiptust liðin á því að skora. HK endaði með því að vinna hrinuna 29-27.
Önnur hrina byrjaði jöfn en HK voru fljótar að koma sér í 11-6 forystu. HK voru í góðum gír og leiddu 18-10. HK sigruðu hrinuna nokkuð sannfærandi 25-17.
Þróttur F. byrjuðu þriðju hrinuna að krafti og leiddu 1-7. HK konur náðu að jafna í stöðunni 13-13 og komu sér í 19-15 forystu. HK sigraði hrinuna 25-19 og þar með leikinn 3-0.
Leikur 2.
Annar leikurinn fór fram í Neskaupstað þar sem að Þróttur F. fékk HK í heimsókn laugardaginn 6. apríl.
Fyrsta hrina var hníf jöfn þar sem að liðin skipust á því að skora alla hrinuna. HK sigruðu hrinuna 25-27.
Önnur hrina var að sama skapi og sú fyrsta þar sem að liðin voru afar jöfn og skoruðu til skiptis. Undir lok hrinunnar náði HK smá forskoti og sigruðu hrinuna 22-25.
Þróttur F. byrjaði þriðju hrinuna vel og leiddu 7-2 og 11-4. Þróttur F. voru í stuði og voru HK í vandræðum og leiddu Þróttur F. hrinuna 20-11. Þróttur F. sigruðu hrinuna sannfærandi 25-13.
Fjórða hrina var svipuð og sú þriðja og leiddu Þróttur F hrinuna 18-12 og 21-13. Þróttur F. sigruðu hrinuna nokkuð sannfærandi 25-19 og knúðu þar með fram oddahrinu.
Oddahrinan byrjaði jöfn en voru HK fljótar að ná forskoti í 5-8. Þróttur F. voru þó ekki lengi að því að jafna HK í 8-8. HK sigruðu hrinuna 11-15 og tryggðu sér þar með sæti í undanúrslitum.
Stigahæst í liði Þróttar var Lucia Martin með 22 stig. Fyrir HK var Heba Sól stigahæst með 18 stig.