Erlendar fréttir

Holte komnar í úrslit

Sunnudaginn 7. apríl fékk Holte Brøndby á heimavöll sinn þar sem að fimmti og seinasti leikurinn í undanúrslitum var spilaður. Holte voru búnar að eiga erfiða byrjun þar sem að þær töpuðu fyrstu tveimur leikjunum en náðu að rífa sig í gang og voru búnar að jafna einvígið í 2-2.

Holte byrjuðu leikinn vel og komu sér í 7-1 forystu. Holte hélt áfram að leiða hrinuna og var staðan 16-8 og 19-11. Holte sigruðu fyrstu hrinuna 25-19.

Önnur hrina byrjaði jöfn og skipust liðin á því að skora upp að stöðunni 9-9. Þá gáfu Brøndby í og komu sér í 9-15 forystu. Brøndby sigruðu aðra hrinuna 19-25 og jöfnuðu þar með leikinn í 1-1.

Þriðja hrina byrjaði jöfn upp að stöðunni 8-8. Þá gáfu Holte konur í og komu sér í 14-9 forystu. Holte héldu áfram forystunni og sigruðu hrinuna 25-16.

Fjórða hrina byrjaði að sama skapi og sú þriðja þar sem að liðin voru jöfn upp að stöðunni 8-8. Þá gaf Holte í og leiddu 11-8. Brøndby náðu að jafna Holte í stöðunni 13-13. Eftir það var hrinan nokkuð jöfn en hélt Holte þó alltaf nokkurra stiga forystu. Holte endaði með því að sigra hrinuna 25-20.

Holte er þar með búið að tryggja sér sæti í úrslitum þar sem að þær munu mæta ASV Elite. Fyrsti leikur í úrslitum verður sunnudaginn 14. apríl á heimavelli Holte kl 15:30.