Erlendar fréttir

Gentofte með mjög svekkjandi 3-2 tap í oddaleiknum

Gentofte byrjuðu einvígið mjög vel og komu sér í góða stöðu, þar sem þær voru búnar að vinna tvö leiki en Århus einungis einn leik. Fjórði leikurinn fór hinsvegar ekki vel þar sem Gentofte tapaði 3-0 þrátt fyrir að vera með yfirhöndina þar til i lokin í öllum 3 hrinunum.

Þann 6.apríl mættust Gentofte og Århus í oddaleik um að komast í úrslit. Leikurinn var spilaður á heimavelli Århus og má segja að mikil spenna var í leikmönnum og Århus stuðningsmenn létu heldur betur heyra í sér. Gentofte töpuðu 15-12 í oddahrinu.

Gentofte mun spila um bronsið á móti Brøndby. Fyrsti leikur er á morgun 10.apríl á heimavelli Gentofte. Til að vinna bronsið þarf að vinna 2 leiki.