Nú fer blaktímabilið hjá öllum að hefjast og líklega flestir byrjaðir að æfa aftur eftir sumarfríið. Við hjá Blakfréttum langar að byrja tímabilið á frétt um hvað er framundan, hvaða leikmenn eru farnir út í atvinnumensku, hvaða leikir eru á næstunni og fleira.
Leikmenn erlendis
Búið er að fjölga íslenskum leikmönnum sem komnir eru í atvinnumennsku út í heim.
Hafsteinn Már hefur skrifað undir hjá Habo Wolley í efstu deild í Svíþjóð þar sem að hann mun vera atvinnumaður í vetur. Hann er kominn út og byrjaður að æfa með liðinu.
Heba Sól skrifaði undir hjá Přerov í efstu deild í Tékklandi og mun spila þar sem atvinnukona í vetur. Hún er einnig komin út og byrjuð að æfa með liðinu sínu þar.
Arna Sólrún hélt til spánar þar sem að hún mun spila í 2. deild með Jónu Margréti sem endurnýjaði samning sinn og mun spila sitt annað tímabil þar í vetur.
Lejla Sara er í Clemson University í Bandaríkjunum í South Carolina þar sem að hún mun spila með blakliði skólans í vetur.
Sara Ósk hefur endurnýjað samning sinn við Holte í Danmörku þar sem að hún er að fara að spila þriðja tímabil sitt með þeim.
Þeir Ævarr Freyr og Galdur Máni hafa einnig endurnýjað samning sinn við Odense Vollyeball í Odense í Danmörku.
Elísabet Einarsdóttir hefur skrifað undir hjá Herceg Novi í Svartfjallalandi þar sem að lið hennar mun einnig taka þátt í Champions leuge. Liðið er búið að vera á ferðalagi seinustu vikurnar að æfa og spila æfingaleiki.
Matthildur Einarsdóttir skrifaði undir fyrr í vikunni hjá Slavía kooperativa Bratislava í Slóvakíu þar sem að hún mun spila sem atvinnukona í vetur.
Hristyan mun halda áfram að spila á Ítalíu í A3 en í nýju liði. Hann mun vera í bænum Sardiníu í liðinu Sarroch Polisportiva.
Monika Janina er að byrja fjórða árið sitt í Bandaríkjunum í skólanum Umass og mun spila með blakliði skólans þar í vetur.
Hildur Davíðsdóttir
Það er gaman að sjá hversu margir íslenskir leikmenn eru komnir út í heim að spila og verður gaman að fylgjast með öllum í vetur.
Íslenska deildin
Miklar breytingar hafa orðið í deildinni á Íslandi og hafa þó nokkrir leikmenn skipt á milli liða. Gaman að sjá líka að Þróttur Reykjavík séu komnir með karlalið upp í efstu deild og verður spennandi að fylgjast með þeim.
Á morgun laugardaginn 14. september byrjar deildin þar sem að meistari meistaranna verður spilaður. Afturelding – KA kvenna spila í Varmá kl 16:00.
Hamar – Afturelding karla spila 18. september kl 20:00. Óskum öllum liðum góðs gengis.
Það styttist í það að leikir fari að byrja hjá öllum og verður gaman að fylgjast með öllum. Við verðum dugleg að setja inn fréttir í vetur frá bæði Íslensku deildinni og frá leikmönnum okkar sem spila erlendis og hvetjum við fólk til þess að fylgjast með í vetur.