Erlendar fréttir

Hafsteinn og félagar með sigra í fyrstu leikjum tímabilsins

Hafsteinn Már Sigurðsson spilar nú í Svíþjóð með liðinu Habo Wolley. Liðið spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu seinustu helgi þann 28. september gegn VBF RIG Falköbing og fór leikurinn 1-3 fyrir Habo Wolley (25-27, 21-25, 25-19 og 19-25). Í dag þann 6. október spiluðu Habo Wolley sinn fyrsta leik á heimavelli á tímabilinu gegn Uppsala VBS.

Leikurinn byrjaði jafn þar sem að liðin skiptust á því að skora. Habo Wolley voru þó fljótir að ná forystu og leiddu 8-5 og 13-8. Áfram héldu Habo Wolley að spila að krafti og leiddu leika 20-12. Uppsala VBS voru í vandræðum með Habo Wolley og lokuðu heimamenn hrinunni sannfærandi 25-15.

Önnur hrina var jöfn upp að stöðunni 10-10. Þá gáfu gestirnir hressilega í og komu sér í 15-10 og síðan 11-18 forystu. Habo Wolley náðu þó að halda sér inni í hrinunni og minkuðu hægt og rólega muninn. Það dugði þó ekki til og sigruðu Uppsala VBS hrinuna 20-25.

Þriðja hrina var hníf jöfn og æsispennandi. Liðin skoruðu til skiptis alla hrinuna en höfðu Habo Wolley betur undir lok hrinunnar og lokuðu henni 25-23.

Habo Wolley komu sterkir inn í fjórðu hrinu og leiddu 7-4 og 10-5. Heimamenn voru í stuði og héldu áfram að spila að krafti og leiddu 20-9. Heimamenn gáfu Uppsala VBS aldrei séns á að komast inn í hrinuna og sigruðu Habo Wolley hrinuna afar sannfærandi 25-14 og þar með leikinn 3-1.

Stigahæðstur í liði Habo Wolley var Marcus Gemhed með 18 stig.

Næsti leikur Habo Wolley er laugardaginn 12. október þar sem að þeir mæta ríkjandi sænsku meisturunum Hylte Halmstad á útivelli.

Hægt er að fylgjast með öllum leikjum sænsku deildarinnar inná síðunni hér að neðan:

https://www.volleytv.se/sv/content/elitserien-herrar