Fréttir - Innlendar fréttir

Hamar fékk Aftureldingu í heimsókn

Hamar og Afturelding mættust í Unbrokendeild karla í gærkvöldi.

Bæði lið byrjuðu leikinn vel og var jafnt i byrjun hrinunnar. Afturelding tók svo fyrsta leikhléið i stöðunni 15-14 fyrir Hamar. Jafnt var í stöðunni 18-18 en fékk Hamar svo næstu 4 stigin og voru yfir 22-18 þegar Afturelding tók sitt annað leikhlé. Hamar vann svo hrinuna 25-23.

Hamar voru með yfirhöndina alla aðra hrinuna og voru með gott forskot í stöðunni 17-13. Afturelding hélt samt áfram að spila vel en það dugði ekki til og unnu Hamarsmenn hrinuna 25-21

Í þriðju hrinu voru Afturelding komnir með bakið upp við vegg og vissu þeir það því þeir mættu vel einbeittir í hrinuna og spiluðu gott blak, hinsvegar var eins og Hamarsmenn höfðu misst hausinn en þeir gerðu gríðarlega mikið af sóknarmistökum. Afturelding var yfir 10-4 þegar Egill, þjálfari Hamars tók leikhlé, það dugði ekki til og héldu Aftureldinga menn áfram með góða pressu og unnu hrinuna nokkuð örugglega 25-16.

Aftur byrjuðu gestirnir mikið betur og voru yfir mest allan tímann. Afturelding var yfir í stöðunni 11-7 þegar Kristján Valdimarsson hjá Hamri fékk gult spjald fyrir að kvarta yfir dómgæslu. Hamarsmenn náðu að jafna í 14-14 en gestirnir voru fljótir að ná forskotinu aftur og voru yfir 22-18. Aftur voru liðin eitthvað ósammála dómaranum en í þetta skipti var það Afturelding og fékk Valens Torfi gult spjald í stöðunni 24-22 fyrir Aftureldingu. Afturelding vann svo hrinuna 25-23 og náði að knúa fram oddahrinu

Jafnt var fram að 4-4 í oddahrinunni þegar Hamarsmenn byrjuðu svo hægt að rólega að skríða framúr. Hamarsmenn voru yfir 8-4 þegar skipt var um vallarhelming og fékk þá Hafsteinn Valdimarsson úr Hamri rautt spjald, sem gaf Aftureldingu bæði boltann og stig og staðan því orðin 8-5. Hamarsmenn unnu svo hrinuna 15-12 og þar með leikinn 3-2.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *