Innlendar fréttir

Afturelding með sigur í seinasta heimaleik ársins

Föstudaginn 6. desember fengu Aftureldingar konur Þrótt Fjarðabyggð í heimsókn.

Aftureldingar konur voru fljótar að ná forskoti og leiddu 10-5. Afturelding voru sterkar og héldu forystunni 13-6 og 17-8. Gestirnir voru í vandræðum með heimakonur og sigruðu Afturelding hrinuna 25-16.

Þróttur Fjarðabyggð komu sterkar inn í aðra hrinu og komu sér í 1-6 forystu. Afturelding voru þó ekki lengi að setja í gír og jöfnuðu gestina í stöðunni 10-10 og komu sér í 17-13 forystu. Þróttur Fjarðabyggð héldu í við heimakonur en Afturelding voru sterkari og lokuðu hrinunni 25-18.

Aftureldingar konur komu svo sannarlega með krafti inn í þriðju hrinu þar sem að þær tóku fyrstu 12 stigin og leiddu 12-0. Eftir það var erfitt fyrir Þrótt Fjarðabyggð að koma sér á strik og sigruðu Afturelding hrinuna afar sannfærandi 25-6.

Næsti leikur Aftureldingar er 11. desember þar sem að þær fara í heimsókn til Álftanes. Næsti leikur Þróttar Fjarðabyggðar er 14. desember þar sem að þær munu fá HK í heimsókn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *