Tvíhöfði var í Neskaupstað í gær þegar Þróttur tók á móti HK í Unbrokendeild kvenna á meðan karlarnir tóku á móti Völsung.
Konurnar áttu fyrsta leik og voru það gestirnir úr Kópavogi sem byrjuðu betur og leiddu 15-9. Þróttur náði ekki að vinna upp það forskot og tók HK fyrstu hrinuna 25-19.
Önnur hrinan var jöfn og spennandi þar sem liðin skiptust á að leiða. Leikar stóðu jafnir í 15-15. Þróttur náði þá tveggja stiga forustu og leiddu 19-17. HK skellti þá í lás og sótti næstu sjö stig og leiddu þá 24-19. Þróttur náði þá að stoppa HK konur sem kláruðu þó hrinuna 25-22.
Þróttur byrjaði aðra hrinuna betur og leiddu snemma 12-8. HK jafnaði svo í stöðunni 13-13. Hrinan hélt áfram að vera jöfn þar til í stöðunni 19-19 þegar HK setti í næsta gír og kláruðu þær hrinuna 25-20 og þar með leikinn 3-0.
Stigahæst í liði Þróttar var Hrefna Ágústa Marinósdóttir með 11 sig.
Stigahæst í liði HK var Líney Inga Guðmundsdóttir með 20 stig.
Karlarnir áttu þá næst leik og var það völsungur sem tók öll völd í fyrstu hrinu og leiddu með tíu stigum 17-7. Þrátt fyrir að Þróttur náði að vinna sig aftur inn í hrinuna jöfnuðu þeir hana ekki. Völsungur kláraði hrinuna 25-19.
Aftur voru það gestirnir sem byrjuðu betur og leiddu þeir 16-11. Þrátt fyrir góða baráttu heimamanna náðu þeir ekki að ógna Völsung sem kláraði hrinuna 25-19.
Þriðjahrina var jafnari þar sem hvorugt liðið náði að slíta sig frá hinu. Leikar stóðu jafnir í 12-12. Þróttur gaf þá í og leiddi snögglega 19-16. Völsungur náði ekki að jafna aftur hrinuna sem Þróttur kláraði 25-22.
Völsungur mættu ekki til leiks í fjórðu hrinu og gekk allt upp hjá heimamönnum með leiddu 18-5 Allt gekk á afturfótunum hjá Völsung og kláraði Þróttur fjórðu hrinuna sannfærandi 25-11.
Fimmta hrinan var mjög spennandi Völsungur leiddi með tveimur stigum þegar liðinn skiptu um vallarhelminga 8-6. Þróttur snéru þá vörn í sókn og náðu yfirhöndinni 11-8. Völsungur jafnaði þá aftur leikinn í 12-12. Við tók spennandi lokasprettur sem endaði í upphækun og var það loks Völsungur sem skoraði loka stigið og unnu hrinuna 18-16 og þar með leikinn 3-2.
Stigahæstur í Þróttar var Jose Federico Martin með 17 stig.
Stigahæstur í Völsung var Þórarinn Örn Jónsson með 16 stig.