Þróttur Reykjavík sótti Þrótt Fjarðabyggð í Neskaupstað í Unbrokendeild kvenna. Það voru heimakonur í Neskaupstað sem byrjuðu betur og leiddu 6-0 í fyrstu hrinu. Þróttur Reykjavík komu sér þó í gang og unnu sig aftur inn í hrinuna. Þrátt fyrir mikla báráttu gestanna náðu þær aldrei að jafna hrinuna sem Þróttur Fjarðabyggð kláraði með tveggja stiga mun, 25-23.
Aftur voru það heimakonur sem byrjuðu betur og leiddu þær 15-8 í annarri hrinu. Gestirnir frá Reykjavík unnu sig aftur inn í hrinuna og jöfnuðu þær loks í stöðunni 18-18. Loka spretturinn á hrinunni var gríðarlega spennandi þar sem liðin skiptust á að leiða. Loks voru það heimakonur sem kláruðu hrinuna 25-23.
Þróttur Reykjavík byrjaði þriðju hrinuna betur og leiddu 8-15 þegar komið var í hálfa hrinu. Heimakonur náðu sér aldrei á strik í hrinunni sem Þróttur Reykjavík kláraði sannfærandi 17-25.
Fjórða hrinan var mjög spennandi framan af þar sem bæði liðin börðust gríðarlega fyrir hverju stigi og var staðan jöfn í 15-15. Hrinan hélt áfram að vera jöfn allt þar til í stöðunni 19-18 fyrir Þrótti Fjarðabyggð sem gerði sér lítið fyrir og sóttu næstu sex stig og unnu þar með hrinuna 25-18, og þar með leikinn 3-1.
Stigahæst í liði Þrótti Fjarðabyggðar var Ana Carolina Lemos Pimenta með 12 stig.
Stigahæst í liði Þrótti Reykjavíkur var Dana gunnarsdóttir með 12 stig.