Slavia tók á móti Nové Mesto í efri hluta deildarkeppninar í Slóvakíu. Nové Mesto byrjaði hrinuna betur og leiddu 7-12 þegar Slavia tók leikhlé. Nové Mesto leiddi áfram 15-21 þegar Slavia tók leikhlé, það dugði ekki til og kláraði Nové Mesto hrinuna 18-25.
Aftur voru það gestirnir frá Nové Mesto sem byrjuðu betur og leiddu þær 9-14 þegar Slavia tók leikhlé. Slavia náði sér aldrei af stað og kláraði Nové Mesto aðra hrinuna 17-25.
Gestirnir byrjuðu þriðju hrinu betur og leiddu 2-6 þegar Slavia tók leikhlé. Nové Mesto leiddi áfram 19-22 og þrátt fyrir mikla baráttu Slavia náðu þær ekki að jafna hrinuna sem Mesto kláraði hrinuna 20-25, og þar með leikinn 0-3.