Því miður er mikið um það í austur Evrópu að leikmenn fá ekki borgað og klúbbar komist upp með það. Elísabet Einarsdóttir og liðsfélagar lentu því miður í því að vera sviknar og fá ekki borgað fyrir október, nóvember og desember. Elísabet var úti í 5 mánuði og frá fyrstu mánaðargreiðslu er búið að vera vesen, hún og liðsfélagar hennar höfðu oft og mörgum sinnum átt fund með formanninum og gert honum grein fyrir því að ef þær fengju ekki borgað þá yrði hann ekki með lið eftir áramót. Klúbburinn skuldar ennþá leikmönnum pening frá timabilinu 2022-2023, 2023-2024 og nú 2024-2025.
Í lok desember þurftu Elísabet og liðsfélagar að taka erfiðara ákvörðun um framhaldið sem endaði með því að Elísabet og fleiri fóru frá klúbbnum án þess að það væri óska staðan. Leikmenn liðsins eru búnar að kæra formann klúbbsins og núna er bara að bíða og sjá hvort þær fái peninginn til baka og vonandi fær formaðurinn ekki að vera með klúbb í framtíðinni. Formaðurinn er því miður ennþá með lið í deildinni, því hann gat fengið nýja leikmenn án þess að vera búinn að borga fyrri leikmönnum….
Elísabet endaði á að skrifa undir hjá HK en er ekki byrjuð að æfa að viti þar sem hún er að vinna úr gömlum meiðslum eftir álagið í Svartfjallalandi. Hún er með beinbjúg og fleira vesen í hné. Hana langar að geta tekið þátt í bikar en hefur lítið sem ekkert getað æft. Þannig að það verður spennandi að sjá hvort henni tekst að koma sér í ágætt stand fyrir bikarinn.