Erlendar fréttir

Deildin komin á enda í Danmörku og úrslitakeppnin að hefjast

Odense Volleyball

Laugardaginn 22. febrúar mættu Odense Volleyball þar sem að þeir Ævarr og Galdur spila Nordenskov. Það munar litlu sem engu á stigafjölda efstu fimm liðanna í deildinni hjá strákunum og er því hver einasti leikur mjög mikilvægur.

Nordenskov tóku fyrstu hrinu 22-25 og Odense Volleyball aðra hrinuna 25-20. Nordenskov tóku síðan næstu tvær hrinurnar 23-25 og 21-25.

Odense Volleyball enduðu því í 4. sæti í deildinni með 12 unna leiki af 18. Hér fyrir neðan má sjá töflu með stigaskori liðanna frá tímabilinu.

Þar sem að það eru 10 lið í karla deildinni munu þau neðstu tvö keppast um að halda sér í deildinni og þau efstu átta keppa um Danska meistaratitilinn þar sem að 1. sæti mætir 8. sæti, 2. sæti mætir 7 sæti og svo koll af kolli. Það þýðir að Odense Volleyball munu mæta Middelfart VK í átta liða úrslitum um Danska Meistaratitilinn.

Átta liða úrslit eru spiluð best af 3. leikjum og síðan eru undanúrslit og úrslit spiluð best af 5 leikjum.

Holte

Holte mættu Køge þann 22. febrúar í sínum seinasta deildarleik tímabilsins.

Holte sigruðu leikinn sannfærandi 3-0 (25-12, 25-20, 25-9).

Holte enda þar með í 1. sæti í deildinni með 14 unna leiki af 14 og aðeins 2. tapaðar hrinur. Þar sem að það eru aðeins 8 lið í kvennadeildinni fá öll liðin tækifæri á því að keppa um Danska meistaratitilinn og er það að sama hætti og hjá strákunum þar sem að 1. sætið mætir 8. sæti og svo koll af kolli.

Holte mætir því Køge í 8. liða úrslitum um Danska meistaratitilinn.

Hér fyrir neðan má sjá töflu með stigafjölda liðanna úr kvennadeildinni.