Habo Wolley þar sem að hann Hafsteinn Már spilar léku gegn Södertelge VBK seinastliðin sunnudag þann 23. febrúar þar sem að þeir Södertelge VBK sigruðu 3-0 eftir spennandi hrinur, (28-26, 25-14, 27-25). Habo Wolley liggja nú í 8. sæti deildarinnar með 27 stig eftir 19 spilaða leiki. Það eru enn eftir 2. umferðir í grunnspilinu í Svíþjóð og eiga Habo Wolley eftir að spila einn leik gegn VBF RIG Falköping þann 4. mars á heimavelli.
Habo Wolley eru afar jafnir stigum með Södertelge VBK og Örkelljunga VK og þurfa því Habo Wolley á sigri að halda gegn VBF RIG Falköping til þess að halda sér í 8. sæti og vera með í Sænsku úrslitakeppninni.
Sænska úrslitakeppnin hefst þann 15. mars og fer hún fram þannig að þiðið sem endar á toppi deildarinnar fær að velja hvort það leiki gegn liðinu í 7. eða 8. sæti, 2. sætið fær að velja hvor það spili gegn 6 eða 7/8 og svo koll af kolli.
Hér fyrir neðan má sjá töflu með stigafjölda liðanna, en einnig er hægt að fara inn á eftirfarandi síðu og skoða stig, leiki og fleira betur: https://svbf-web.dataproject.com/CompetitionMatches.aspx?ID=403&PID=507
