Uncategorised

Mikil spenna út á Álftanesi

Sunnudaginn 2. mars 2025 tók Álftanes á móti Þrótt Fjarðabyggð.

Álftanes byrjuðu sterkt og voru komnar yfir 10 – 4 en var Þróttur ekki lengi að ná þeim og jöfnuðu í 13 – 13 og komust yfir 17 – 20. Þróttur gaf ekkert eftir og unnu hrinuna 19 – 25.

Þróttur Fjarðabyggð komu með mikið sjálfstraust inn í næstu hrinu og byrjuðu hana 5 – 8 og héldu góðu forskoti þanga til álftanes jafnaði í 19 – 19 eftir að hafa fengið 4 stig í röð. Það var mikil spenna og börðust liðin fyrir þessu en endaði Álftanes á að taka hrinuna 25 – 23.

Bæði lið komu sterk inn í þriðju hrinu og voru hnífjöfn þanga til í 11 – 11, þá komst Álftanes yfir í smá en var Þróttur ekki lengi að snúa því við og komust 16 – 19 yfir . Þróttur náði að halda þessu og unnu hrinuna 19 – 25.

Liðin voru hnífjöfn í byrjun hrinu og voru jöfn í 8 – 8 og eftir mikið fram og til baka voru þau aftur jöfn í 21 – 21 en gaf þá Álftanes hörkulega í og unnu hrinuna 25 – 21 og var því hrinuhlutfallið jafnt 2 – 2.

Þróttur byrjuðu oddin 0 – 5 yfir og voru því komnar í góða stöðu, Álftanes reyndu að halda í en gaf Þróttur ekkert eftir og unnu hrinuna 10 – 15 og því með leikinn 2 – 3.