Úrslitaleikur karla í bikarnum 2025 var a milli KA og Þrótt Reykjavikur síðast mættust þessi lið í bikarnum árið 2009 og vann þá Þróttur Rvk 3-2
Leikurinn byrjaði jafnt 2-2 þegar Alexander Arnar Þórisson fór í uppgjöf fyrir KA og með góðri uppgjafa pressu kom þeim í 8-3. KA var með yfirhöndina alla hrinuna en uppspilari Þróttar gerði vel með að koma miðjunum hjá þeim í leikinn. Mateo var hinsvegar í stuði og áttu Þróttarar erfitt með að stoppa hann, lítið gékk upp hjá kantsmössurum Þrótts og vann KA hrinuna og skoraði mikið fyrir KA og á sama tíma gékk lítið upp hjá kantsmössurum Þrótts. KA vann hrinuna 25-21
Aftur byrjuðu KA menn af krafti með uppgjafapressu en í þetta skiptið var það Marcel og skoraði hann tvo ása. KA menn voru yfir alla hrinuna og fengu þeir möguleika á því að leyfa ungum leikmönnum að spreyta sig og unnu þeir hrinuna öruggt 25-13.
Hrina 3. allt líf var dottið úr Þróttaramönum og komst KA yfir 4-1 þegar Þróttur neyddist til að taka strax leikhlé. Móttakan var erfið hjá Þrótti. Þróttarar áttu nokkrar góðar varnir sem komu þeim smá í gríinn aftur í stöðunni 9-10 en stemmingin var klárlega samt alltaf KA megin. í miðja hrinu þegar staðan var 14-15 kom smá meira líf í Þróttara menn sem nálguðust KA menn og náðu loks að jafna í 16-16. Áfram var jafnt í 20-20 þegar KA tók leikhlé. KA náði yfirhöndinni á lokasprettinum og kláruðu loks þriðju hrinuna 25-23 og urðu þar með Kjörísbikarmeistarar 2025.