Fréttir - Okkar fólk úti

Slavia siglir í úrslitakeppnina á toppnum

Slavia tók á móti Nitra í gær þar sem spilað var seinasta leikinn í seinni hluta deildarkeppninnar í Slóvakíu. Fyrsta hrinan var jöfn og spennandi þar sem bæði lið náðu að halda forustu en svo náði annað liðið aftur að jafna. Leikar stóðu jafnir þegar komið var í miðja hrinu 15-15. Hrinan hélt áfram að vera jöfn og spennandi þar til í stöðunni 22-22 þegar heimakonur skelltu í lás og kláruðu hrinuna 25-22.

Slavia náði snemma yfirhöndinni í annarri hrinu og leiddu hana 13-9 þegar Nitra tóku sitt fyrra leikhlé. Það gerði lítið fyrir gestina þar sem Slavia héldu áfram af fullum krafti og leiddu enn í góðri stöðu 18-11 þegar Nitra tók sitt seinna leikhlé. Sterkar uppgjafir og vel stillt blokk skilaði Slavia sigri í annarri hrinu 25-20.

Þriðja hrina var aftur á móti jöfn og spennandi líkt og í fyrstu hrinu. Það var jafnt í hrinuni 13-13 þegar Slavia gaf í og komst snögglega í þriggja stiga forustu 17-14 sem þjálfara Nitra leist ekki vel á og tók hann því leikhlé til að fara yfir hlutina með sínu liði. Nitra komu einbeittar aftur til leiks en dugði það ekki þar sem Slavia kláraði hrinuna 25-20 og er því ljóst hvernig úrslitakeppninn er niður röðuð.

Slavia mun mæta Komarno sem eru í áttunda sæti þar sem Slavia situr í því fyrsta. Átta liða úrslitin eru best of 3 og munu leikirnir vera spilaðir laugardaginn 22. mars og miðvikudaginn 26. mars og laugardaginn 29. mars ef það er 1-1 í leikjum.