Habo Wolley, þar sem Hafsteinn Már og félagar leika, eru nú í miðjum átta liða úrslitum um sænska meistaratitilinn. Í þessari umferð mæta þeir Lunds VK í spennandi einvígi þar sem er kept best af 5 leikum.
Fyrsti leikur úrslitanna fór fram 16. mars, þegar Habo Wolley tóku á móti Lunds VK á heimavelli sínum.
Fyrsta hrinan var jöfn og spennandi, þar sem liðin skiptust á að skora. Að lokum höfðu Lunds VK þó betur og sigruðu 22-25.
Önnur hrina hófst á jafnri baráttu upp að stöðunni 8-8, en þá tóku Habo Wolley yfir og komust í 13-8. Lunds VK svöruðu strax og minnkuðu muninn í 13-12. Habo Wolley héldu hins vegar áfram að sækja og juku forskot sitt í 18-13. Lunds VK gáfu sig ekki og náðu að minnka muninn í 19-18, en með öflugri sókn tryggðu Habo Wolley sér sigur í hrinunni, 25-22.
Í þriðju hrinu hófu Habo Wolley leikinn af krafti og komust í 6-1 og síðar 9-3. Lunds VK reyndu að vinna sig inn í leikinn, en þrátt fyrir að nálgast undir lokin tókst þeim aldrei að jafna. Habo Wolley sýndu styrk sinn á lokakaflanum og unnu hrinuna 25-22.
Lunds VK ætluðu sér að snúa taflinu við í fjórðu hrinu og tóku afgerandi forystu, 2-6 og síðar 3-9. Habo Wolley neituðu að gefast upp og náðu að jafna í 12-12. Eftir það var hrinan mjög jöfn, en á lokasprettinum sýndu Habo Wolley yfirvegun og kláruðu hana 25-21, sem tryggði þeim 3-1 sigur í fyrsta leik einvígsins.
Hafsteinn Már átti glæsilegan leik og var stigahæstur fyrir hönd Habo Wolley með 17 stig. Fyrir hönd Lunds VK var hann Smereka Przemyslaw stigahæstur með 22 stig.

Annar leikurinn fór fram 19. mars á heimavelli Lunds VK.
Habo Wolley hófu leikinn af krafti og tóku snemma forystu, 3-6 og síðar 6-12. Þeir héldu uppteknum hætti, sýndu sterka spilamennsku og höfðu örugga yfirhönd í stöðunni 9-17. Lunds VK áttu í vandræðum með gestina, sem lokuðu hrinunni örugglega 15-25.
Önnur hrina var spennandi og jöfn, þar sem liðin skiptust á að skora. Undir lokin tóku Lunds VK öll völd á vellinum, skoruðu sjö stig í röð og tryggðu sér sigur í hrinunni, 25-20, sem jafnaði leikinn í 1-1.
Lunds VK héldu uppteknum hætti í þriðju hrinu og tóku snemma afgerandi forystu, 5-1. Þeir stjórnuðu áfram leiknum með stöðunni 12-6 og síðar 17-9. Habo Wolley reyndu að vinna sig inn í hrinuna með sterkri sókn, en Lunds VK héldu forskotinu og kláruðu hrinuna 25-17.
Habo Wolley komu ákveðnir inn í fjórðu hrinu og héldu í við Lunds VK allan tímann í jöfnum og spennandi leik. Þrátt fyrir harða baráttu höfðu heimamenn betur á lokasprettinum og unnu hrinuna 25-23, sem tryggði þeim sigur í leiknum, 3-1.
Stigahæstur í liði Lunds VK var hann Smereka Przemyslaw með 21 stig og fyrir hönd Habo Wolley voru þeir Hafsteinn Már og Algot Danielsson stigahæstir með 15 stig hvor.
Einvígið er nú jafnt, 1-1, og næsti leikur fer fram laugardaginn 22. mars kl 14:00 á íslenskum tíma, þegar Habo Wolley heimsækja Lunds VK á nýjan leik.
Við minnum á að hægt er að fylgjast með öllum leikjum sænsku deildarinnar inn á eftrifarandi vefslóð: https://www.volleytv.se/sv/home