Fréttir - Innlendar fréttir

Afturelding Kjörísbikarmeistarar 2024

KA og Afturelding mættust í úrslitum Kjörísbikar kvenna í gær upp í Digranesi fyrir framan fulla stúku af áhorfendum sem létu svo sannarlega í sér heyra. Stemminginn var gríðaleg og spennustigið var hátt. Leikurinn var gríðalega jafn og fjörugur þar sem bæði lið sýndu frábæra takta og stóður leikar jafnir í fyrstu hrinu 15-15. KA konur gerðu þá vel bæði í blokk og uppgjöfum sem skilaði þeim fimm stiga forskoti þegar staðan var orðinn 20-15. Afturelding héldu þó áfram að berjast fyrir hverju stigi og unnu sig hægt og rólega aftur inn í hrinuna en það voru þó KA sem leiddu í endan 24-22. Afturelding gerði sér þá lítið fyrir og tók næstu fjögur stig og unnu þar með fyrstu hrinuna 26-24.

Önnur hrina hélt áfram að vera jöfn og spennandi líkt og í fyrr náði KA fjögra stiga forustu þegar staðan var 20-16 og héldu sterkar áfram þar til staðan var 22-17. Afturelding var þó ekki á þeim málum að gefast upp og héldu einbeittar áfram að verjast vel og skila mikilvægum boltum í gólfið. Afturelding náði svo að jafna hrinuna í 23-23. Rut frelsingi Aftureldingar stóð sig mjög vel í hjarta varnarinnar og náði Afturelding næstu tvemur stigum og unnu hrinuna 25-23.

Frábrugðið fyrstu tvemur hrinunum var það Afturelding sem byrjaði betur og náðu þær fjögra stiga forustu þegar KA tók leikhlé í stöðunni 14-10. KA sýndu mikla baráttu og unnu sig inn í hrinuna en Afturelding leyfði þeim ekki að jafna og leiddu þegar komið var í endasprett hrinunar 23-21. KA skoraði þá stig beint úr uppgjöf en lengra komust þær ekki og Afturelding kláraði þriðju hrinuna 25-22 og unnu þar með leikinn 3-0. Afturelding varð því Kjörísbikarmeistara árið 2024.

Thelma Dögg Grétarsdóttir átti stórleik en hún var með 31 stig og valin besti leikmaður mótsins. Við óskum henni og Aftureldingu til hamingju með bikarinn.

Skemmtilegt var að sjá hvað margir mættu upp í Digranes til að kvetja liðinn áfram og umgjörðinn í kringum bikarhelgina var glæsileg.