Fréttir - Innlendar fréttir

Hamar Kjörísbikarmeistari fjórða árið í röð

Þróttur Fjarðabyggð og Hamar mættust í úrslitum kjörísbikars karla í gær upp í Digranesi þar sem bæði lið höfðu unnið spennadi 3-2 sigur í undanúrslitum daginn áður.

Fyrsta hrina var jöfn og spennandi framan af þar sem liðin skiptust á að skora stig og sóðu leikar jafnir í stöðunni 14-14. Þá gáfa Hamar verulega í og náðu snögglega fimm stiga forustu í stöðunni 19-14. Allt virtist ganga upp hjá Hamri sem gengu á lagið og leiddu 23-16. Þróttur átti fátt um svör en náðu þá að skora nokkur glæsileg stig en Hamar héldu sterkir út hrinuna sem endaði 25-19.

Hamar komu gríðalega einbeittir inn í aðra hrinu og leiddu 16-8 þegar Þróttur Fjarðarbyggð tók leikhlé til að stilla saman strengi. Þróttur átti góða spretti inn á milli en þeir ógnuðu aldrei forskoti Hamars sem kláraði aðra hrinuna sannfærandi 25-17.

Þriðja hrina var jöfn framan af líkt og í þeirri fyrstu þar sem eitt stig skildi liðin af þegar komið var í hálfa hrinu 12-11 fyrir Hamar. Líkt og í fyrstu hrinu þá gaf Hamar verulega í og komu sér í góða forustu þegar Þróttur tók leikhlé í stöðunni 17-12. Hamar héldu áfram gríðalega miklari pressu og komust í góða stöðu 24-17 þegar dæmt var vitlaus uppstilling á Þrótt og fékk því Hamar loka stigið til að tryggja sér Kjörísbikarinn fjórða árið í röð.

Uppspilari Hamars Damian Sapor var valinn maður leiksins og óskum við Hamari til hamingju með titilinn.