Innlendar fréttir

Afturelding komnir í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn

Vestri fékk Aftureldingu í heimsókn á Ísafjörð í gær. Þessi lið mættust í Mosfelsbæ síðastliðinn föstudag þar sem Afturelding hafði betur, og leiddi því 1-0 einvígið um að komast í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn.

Afturelding komu af krafti inn í leikinn og náðu upp 5 stiga forystu strax í upphafi leiks í stöðunni 5-0. Afturelding hélt áfram að leiða leikinn en heimamenn voru þó ekki lengi að svara fyrir sig og skorðuðu 5 stig í röð og komust yfir 12-11 úr stöðunni 7-11. eftir það skiptust liðin á að leiða leikinn og börðust bæði lið alveg til enda hrinunar þar sem Afturelding hafði betur á endanum 25-23.

Önnur hrina var mjög jöfn og spennandi og líkt og í seinni hluta fyrstu hrinu skiptust liðin á að leiða leikinn og var því aldrei langt á milli liðanna. Í stöðunni 20-18 fyrir heimamönnum tekur afturelding leikhlé til að hægja á þeim og ná þeir að jafna leikinn aftur í stöðunni 21-21 og taka þá heimamenn leikhlé. Vestramenn komast yfir 23-22 en Afturleding ná samt sem áður að vinna hrinuna 25-23 og komast því 2-0 yfir og því ennþá nær sæti í úrslitum.

Þriðja hrina spilaðist mjög svipað og sú önnur þar sem bæði lið voru gríðarlega jöfn og ljóst að hvorugt liðið tilbúið að gefa eitthvað eftir. Þegar liðið var undir lok hrinunar settu heimamenn í næsta gír og komust 18-13 yfir. Gestirnir náðu að minnka muninn töluvert en náðu þó aldrei að jafna leikinn aftur og unnu heima menn hrinuna 25-23.

Vestramenn byrja betur í fjórðuhrinu og leiða leikinn 4-1. Gestirnir jafna lekinn þó strax í 4-4. Hrinan var nokkuð spennandi í upphafi en voru gestirnir alltaf skrefi á undan. Gestirnir ná síðan upp góðri forystu með góðu spili og vinna þeir hrinuna 25-15.

Afturelding vinnur þar með leikinn 3-1 og eru því komnir áfram í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Ekki er en ljóst hverjum þeir mæta í úrslitum en það gæri ráðist í kvöld þegar KA tekur á móti Hamarsmönnum fyrir norðan.

Ekki er vitað stiga skor leikmanna í leiknum en fréttin verður uppfærð þegar þær upplýsingar berast.