Miðvikudaginn 20. nóvember tóku Afturelding KK móti HK í Varmá.
Afturelding byrjuðu leikinn vel og leiddu 5-1. Afturelding voru sterkir og héldu forystunni 20-14. HK náðu hægt og róleg að minka muninn og stóðu leikar í 23-20. Heimamenn lokuðu hrinunni 25-21.
HK komu sterkari inn í aðra hrinu og voru liðin jöfn. Hrinan var jöfn og skoruðu liðin til skiptis. HK menn voru sterkari undir lok hrinunnar og sigruðu aðra hrinuna 22-25 og jöfnuðu þar með leikinn í 1-1.
Þriðja hrina var nokkuð jöfn og skiptust liðin á því að skora. Afturelding héldu þó alltaf nokkurra stiga forskoti. Um miðja hrinu gáfu Afturelding í og komu sér í 22-15 forystu. Heimamenn lokuðu hrinunni 25-20.
Fjórða hrina var ekki ósvipuð þeim fyrri tveimur þar sem að liðin voru jöfn og skoruðu til skiptis. Afturelding höfðu betur og sigruðu hrinuna 25-22 og þar með leikinn 3-1.