Þar sem allt vinnuframlag sem fer í fréttirnar er unnið í sjálfboðavinnu erum við ótrúlega heppin og þakklát að geta kynnt nýtt samstarf við Altis ehf. Ekki aðeins erum við að skrifa fréttirnar í okkar frítíma, heldur fylgir því einnig kostnaður að halda síðunni gangandi. Þess vegna er þetta samstarf okkur afar dýrmætt, og við hlökkum til að vinna saman að áframhaldandi vexti og þróun síðunnar.

