Erlendar fréttir

Enn einn sigurinn hjá Odense Volleyball

Laugardaginn 19. október tóku Odense Volleyball strákarnir í ferð til Kaupmannahafnar þar sem að þeir mættu Amager.

Leikurinn fór 0-3 fyrir Odense Volleyball (22-25, 19-25, 18-25). Amager mættu sterkir til leiks með ungt og gott lið. Með sterkum sóknum og uppgjöfum Odense Volleyball voru Amager í vandræðum með gestina. Þjálfari Odense Volleyball nýtti tækifærið og gaf flest öllum í liðinu spilatíma. Odense Volleyball enduðu á því að fara heim með 0-3 sigur og ekki enn búnir að tapa leik í deildinni.

Stigahæsti leikmaður Odense Volleyball var Sigurd Varming með 17 stig.

Næsti leikur Odense Volleyball er miðvikudaginn 30. október þar sem að þær mæta nágrönnum sínum DHV Odense á heimavelli. Einnig spila þeir föstudaginn 1. nóvember þar sem að þeir halda til kaupmannahafnar og spila gegn Gentofte.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *