Hristiyan spilaði frábærlega í sínum fyrsta leik með Fano í A3 deildinni á Ítalíu. Fano vann afgerandi sigur gegn Marcianise. Leikurinn fór 3-0 (25:16, 25:16, 25:17). Leikurinn fór fram á heimavelli Fano, og tók liðið og stuðningsmenn vel á móti Hristiyan í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Fyrir leikinn var Fano í fjórða sæti, og með sigrinum tóku þeir þrjú stig og skutu sér upp í annað sæti með 22 stig.
Allar þrjár hrinurnar þróuðust á svipaðan hátt, en það var jafnt alveg í byrjun hrina en svo fljótlega náði Fano góðri forystu og héldu því út hrinuna. Í þriðju hrinu náði Marcianise að komast í þriggja stiga forskot í miðri hrinu en það entist ekki lengi þegar Fano skipti um gýr og kláruðu leikinn með 25:17 sigri í þriðju hrinu. Þrátt fyrir sannfærandi sigur Fano, var þetta æsispennandi og gaman að fylgjast með leiknum, barist var fyrir hverju einasta stigi, varnar og sóknarleikur báðu megin var framúrskarandi.
Hristiyan Dimitrov var byrjunarliðsleikmaður og var stigahæstur með 17 stig, Pietro Merlo kom þar á eftir með 14 stig og Pietro Margutti með 12 stig.
Næsti leikur hjá Hristiyan og félugum í Fano er á móti San Giustino sem eru í fjórða sæti með 20 stig. Leikurinn er 26.desember (jóladag) klukkan. 17:00 á íslenskum tíma. Hægt er að sjá beint streymi af leiknum í gegnum Youtube rásina: “Lega Pallavolo Serie A”.