Innlendar fréttir

Grannaslagur á Akureyri í kvöld

Í kvöld var grannaslagur fyrir norðan þar sem Völsungur sóttu KA konur heim á Akureyri. Leikurinn byrjar æsispennandi þar sem bæði lið skiptast á að skora stig og leiða leikinn. Aldrei var meira en tvö stig sem skildu að liðin þar til KA konur gáfu aðeins í og komust yfir 10-7 með góðri uppgjafapressu frá Luciu. Þá taka Völsungur leikhlé til að reyna að hæga á leiknum. Það dugði þó ekki alveg til þar sem KA konur halda áfram að þjarma að gestunum. Mikið var þó um löng stig þar sem bæði lið börðust mikið en féllu þau oftar en ekki með KA. Völsungur tekur sitt annað leikhlé í stöðunni 17-10 heimakonum í vil. Gestirnir koma að krafti inn eftir leikhléið og ná að saxa forskotið niður í 19-15 og ákveður þá Mateo að taka sitt fyrsta leikhlé fyrir KA. Völsungs konur halda áfram að pressa á heimakonur en þær taka heldur betur við sér undir lok hrinunnar og vinna hrinuna 25-19.

Önnur hrina byrjar líkt og sú fyrsta þar sem bæði lið skiptast á stigum. En ólíkt fyrstu hrinu eru það Völsungskonur sem komast hægt og rólega yfir og í stöðunni 9-12 tekur KA leikhlé. Eftir það náðu þær að jafna leikinn á ný í stöðuna 13-13 og gott betur en það þegar þær komast í stöðuna 15-13 og taka gestirnir þá sitt fyrsta leikhlé í hrinunni. KA heldur áfram að vera alltaf einu skrefi á undan gestunum eftir leikhléið og vinnur hrinuna að lokum 25-19.

Heimakonur koma að krafti inn í þriðju hrinu og komast í 4-0. Þá taka gestirnir strax leikhlé til að hleypa þeim ekki lengra. Gestirnir komast fljótt inn í leikinn og jafna í stöðunni 5-5. Heimakonur stíga þó upp en og aftur og tekur Völsugnur leikhlé í stöðunni 12-7 KA í vil. Hægt og rólega komast gestirnir nær heimakonum en í stöðunni 15-13 ákveður Mateo að grípa inn í og tekur leikhlé. Setja þá heimakonur í næsta gír og vinna hrinuna 25-19 og þar með leikinn 3-0.

KA konur halda áfram að vera taplausar eftir fyrstu þrjá leikina sína en þetta var fyrsti leikurinn sem völsungur tapaði eftir fjóra leiki og sitja því þessi tvö lið á toppi deildarinnar saman með 9 stig.

Stigahæst í liði KA var Paula Del Olmo með 18 stig og þar á eftir var það Julia Bonet með 14 stig. Í liði Völsungs var það Kristine Teivane með 13 stig og næst var það Paula Verardo með 9 stig.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *