Habo Wolley, þar sem Hafsteinn Már leikur, tryggði sér sæti í undanúrslitum eftir sigur á Lunds VK.
Þann 26. mars mættust liðin í fimmta og úrslitaleik átta liða úrslitanna um sænska meistaratitilinn. Leikurinn hófst jafn, þar sem liðin skiptust á að skora. Þegar staðan var 20-20 setti Habo Wolley í gír, tók fimm stig gegn einu frá Lunds VK og kláraði hrinuna 21-25.
Önnur hrina var jafn spennandi og sú fyrsta, þar sem liðin héldust í hendur allan tímann. Habo hafði þó betur á lokametrunum og innsiglaði sigurinn, 23-25.
Með bakið upp við vegg kom Lunds VK mun sterkari inn í þriðju hrinu og náði 7-3 forystu. Habo svaraði þó hratt og jafnaði í 7-7. Þaðan tók liðið völdin, byggði upp 8-14 og síðar 11-16 forskot. Habo hélt leiknum í sínum höndum og kláraði hrinuna örugglega, 18-25.
Með þessum sigri tryggði Habo Wolley sér sæti í undanúrslitum eftir æsispennandi einvígi gegn Lunds VK.
Stigahæstur í liði Lunds VK var Smereka Przemyslaw með 11 stig, en hjá Habo Wolley var Hugo Morency stigahæstur með 20 stig.
Í undanúrslitum mætir Habo Wolley liði Floby VK, og verða leikirnir leiknir á eftirfarandi dögum:
29. mars – kl. 14 (ísl. tími)
1. apríl – kl. 17 (ísl. tími)
5. apríl – kl. 13 (ísl. tími)
7. apríl – kl. 17 (ísl. tími, ef þarf)
9. apríl – kl. 17 (ísl. tími, ef þarf)