Laugardaginn 19. október fengu Hafsteinn Már og félagar Lunds í heimsókn á heimavöll sinn.
Lunds mættu sterkir til leiks og byrjuðu leikinn á því að leiða 3-6. Habo Wolley voru þó fljótir að rífa sig í gang og minkuðu muninn í 6-7. Gestirnir settu í fimmta gír og komu sér í 8-16 forystu. Þrátt fyrir góða baráttu hjá Habo Wolley voru gestirnir sterkari og sigruðu fyrstu hrinun 15-25.
Habo Wolley komu betur gíraðir inn í aðra hrinu þar sem að hún var æsispennandi og hníf jöfn og skiptust liðin á því að skora. Lunds höfðu betur og lokuðu hrinunni 22-25.
Þriðja hrina var að sama skapi og sú fyrsta þar sem að liðin skoruðu til skiptis. Undir lok hrinunnar gáfu þó Lunds í og sigruðu hrinuna 20-25 og þar með leikinn 0-3.
Stigahæstur í liði Habo Wolley var Jonathan Widegren með 15 stig. Stigahæstur í liði Lunds var Smereka Przemyslaw með 18 stig.
Habo Wolley liggja núna í 5. sæti af 11 liðum í deildinni.
Næsti leikur Habo Wolley er aftur á heimavelli þann 10. nóvember þar sem að þeir fá Örkelljunga Volleybollklubb í heimsókn.