Uncategorised

HK með þrjú stig gegn Álftanesi

HK fengu Álftanes í heimsókn í Digranesið síðastliðin miðvikudag í Unbrokendeild kvenna. HK byrjaði fyrstu hrinu af krafti og leiddu 13-5. HK héldu mikilli pressu og héldu út hrinuna sem endaði 25-11.

Önnur hrina var mjög jöfn og skiptus liðin á að fá stig. Í lokin var það þó Álftanes sem hafði betur og vann hrinuna 23-25 og staðan orðin 1-1. HK konur komu sterkar inn í þriðju hrinu og héldu forystu alla hrinuna. Álftanes gáfust ekki upp og náðu þeim smátt og smátt sem dugði þó ekki til og að lokum vann HK hrinuna 25-21.

Fjórða hrina var nokkuð jöfn til að byrja með og voru liðin jöfn með 9 stig hvor. Þá fór Isabella Ósk í uppgjöf og komust HK stelpur í 15-9. Eftir það komst Álftanes ekki inn í leikinn og sigruðu HK hrinuna 25-13 og þar með leikinn 3-1.

Eftir leik liðanna er HK í örðu sæti með 10 stig og Álftanes á botni deildarinnar með 2 stig. Næsti leikur liðanna er 13. nóvember þar sem þau sem mætast aftur í Digranesinu kl 20:00.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *