Laugardaginn 2. nóvember var komið að því að Holte og ASV Elite mættust á ný. Liðin léku seinast gegn hvort öðru þegar þau spiluðu úrslitaleikinn um Danmarksmeistaratitilinn á seinasta tímabili og mátti búast við því að ASV Elite myndu mæta hungraðar til leiks.
Holte mættu þó grimmar til leiks og byrjuðu leikinn að krafti og leiddu 9-3 og 12-5. Holte héldu áfram sterku spili og voru ASV Elite í vandræðum. Holte sigruðu fyrstu hrinuna sannfærandi 25-12.
ASV Elite komu mun sterkari inn í aðra hrinu og var hrinan jafnari en sú fyrsta. Liðin skoruðu til skiptis út hrinuna en undir lok hrinunnar gáfu Holte í og lokuðu hrinunni 25-22.
Þriðja hrina var að sama skapi og sú fyrsta þar sem að liðin skiptust á því að skora. Um miðja hrinu náðu Holte forskoti og leiddu hrinuna 16-12 og 20-13. Holte voru sterkari og sigruðu þriðju hrinuna 25-16 og þar með leikinn 3-0.
Leikmaður leiksins var Katrine Buhl.
Næsti leikur Holte er laugardaginn 9. nóvember þar sem að þær mæta Køge á útivelli.