Erlendar fréttir

Holte með yfirburða sigur á Danmerkurmeisturunum

Þann 10.desember spilaði Holte seinasta leikinn í deildinni fyrir jólafrí á móti Danmerkurmeisturunum frá Århus. Búast mátti við mjög spennandi leik þar sem þessi tvö lið sitja á toppi deildarinnar. Þess má geta að fyrri leikur þessa liða vann Århus 3-0. Leikurinn fór frekar hægt og brösulega af stað með mikið af klaufamistökum báðu megin og var greinilega spenna í leikmönnum sem þurfti að hrista af sér.

Í fyrstu hrinu skiptust liðin á stigum alveg að 17-17 en þá tók Holte tvo mikilvæga ása og kom sér í fyrsta skipti tveim stigum yfir í hrinunni. Holte konur náðu að halda forskotinu og lokuðu fyrstu hrinu 25-22.

Í annarri hrinu byrjuðu holte konur hrinuna mun betur og komu sér í 8-4. Århus átti mjög erfitt með sóknarleik Holte. Í stöðunni 13-9 tekur þjálfari Århus leikhlé í von um að breyta einhverju þar sem ekkert var að ganga upp Århus meginn. Holte konur komu ennþá sterkari inn eftir leikhléið og komu sér í 17-12 þar sem Århus réð ekkert við uppgjafir Holte og vörðu þær einnig alla bolta. Með góðum uppgjöfum og varnarleik vann Holte sannfærandi aðra hrinu 25-12.

Þriðja hrina var með svipuðu skapi þar sem Holte héldu áfram að hamra á Århus og þær áttu aldrei séns að komast í gang. Holte lokuðu hrinunni 25-19 og unnu því leikinn mjög sannfærandi 3-0.

Sóknarprósenta Holte var yfirburða í leiknum eða um 93%. Ekki oft sem svo há tala sést í sóknarleik liða. Því má segja að Holte konur hafi verið töluvert betri og átt þennan sigur svo sannarlega skilið.

Leikmaður leiksins var díóinn Emma Stevnsborg.

Holte liggur á toppi deildarinnar eftir fyrripart tímabilsins með 27 stig eftir 10 spilaða leiki.

Síðasti leikur Holte fyrir jólafrí fer fram á morgun 14.des á móti DHV Odense um að komast áfram í bikarnum. Leikurinn er sýndur live á danskvolley.tv klukkan 19:00 á íslenskum tíma.