Innlendar fréttir

Fyrsta umferð Kjörísbikarins fór fram í gær

Í gærkvöldi hófst fyrsta umferð kvenna í Kjörísbikarnum.

Það var hörkuleikur á Grundafirði milli UMFG og Aftureldingar Jr. Eftir 2 tíma leik voru það Aftureldingarkonur sem fóru með sigur af hólmi 3-2 (25-16, 17-25, 13-25, 25-18, 8-15)

Seinni leikur kvöldsins var á milli Þróttur R. B og Blakfélags Hafnarfjarðar og áttu konurnar frá Hafnarfirði flottan leik og unnu hann nokkuð örugglega 3-0 (19-25, 19-25, 16-25).

Afturelding Jr og Blakfélag Hafnarfjarðar eru því komin áfram í næstu umferð.