Erlendar fréttir - Fréttir - Okkar fólk úti

Hörkuleikur í nágrannaslag

Það var grannaslagur í efri hluta úrslitakeppninnar í Slóvakíu þegar VKP Bratislava tók á móti Matthildi og liðsfélögum hennar í Slavia í gær. Heimakonur byrjuðu betur og leiddu sannfærandi í fyrstu hrinu 15-7. Slavia náði að vinna sig aftur inn í hrinuna en náðu ekki að jafna hana. VKP kláraði hrinuna 25-18.

Aftur voru það heimakonur sem byrjuðu betur og náðu þær að byggja upp gott forskot þegar þær leiddu 16-5. Slavia áttu erfitt með að stilla saman strengi á meðan allt gékk upp hjá VKP sem kláruðu aðra hrinuna sannfærandi 25-17.

Það var allt annað að sjá til lið Slavia í þriðju hrinu og leiddu þær þegar komið var í hálfa hrinu 12-16. Þrátt fyrir mikla báráttu hjá VKP náðu þær ekki að jafna hrinuna sem Slavia kláraði 22-25.

Slavia gáfu ekkert eftir í fjórðu hrinu og ætluðu þær sér að ná leiknum í odd. Þær leiddu 10–17 og hleyptu VKP aldrei nálægt eftir það. Hrinan endaði 20-25 fyrir Slavia og var því staðan orðinn 2-2 í hrinum.

Oddahrinan var gríðalega spennandi þar sem liðinn skiptust á að leiða. Það var þó VKP sem leiddu með tveimur stigum 8-6 þegar liðinn skiptu um vallarhelminga. Við tók spennandi endasprettur þar sem heimakonur í VKP Bratislava enduðu með að sigra með tveggja stiga mun 15-13.