Seinni leikur í undanúrslitunum voru það Afturelding og KA. Fyrsta hrina byrjaði jöfn og var jafnt í 12-12 þegar Afturelding byrjaði að skríða framúr og náðu að byggja upp góða forustu í stöðunni 21-15. Lítið virtist ganga upp hjá KA á meðan Afturelding héldu áfram sínum leik og kláruðu fyrstu hrinuna sannfærandi 25-16.

KA hrukku aldeilis í gang í annarri hrinu og voru yfir 10-1. KA héldu afar einbeittir áfram og komu sér í 11 stiga forskot í stöðunni í 21-10. KA gerði þá nokkrar breytingar og settu unga leikmenn inná, Afturelding nýtti sér það og náðu að minnka munninn í 21-14 þegar KA gerði skiptingarnar til baka og settu reynsli meiri leikmennina aftur inna. Afturelding náðu að vakna smá og eftir erfiða hrinu og náðu nokkrum stigum í viðbót en KA vann svo hrinu 25-18.

KA byrjaði þriðju hrinuna aftur betur þó Afturelding voru meira vakandi enn í þeirri annarri. KA var samt alltaf með yfirhöndina og leiddu 15-11. Þrátt fyrir mikla barráttu hjá Aftureldingu náðu þeir ekki að jafna hrinuna sem KA kláraði sannfærandi 25-18.

Það var allt annað að sjá till Aftureldingar í fjórðu hrinu. Þeir byrjuðu af krafti og náðu snemma yfirhöndinni í stöðunni 11-6 þegar KA tóku leikhlé. Afturelding héldu áfram með sterkar hávarnir og leiddur þeir enn 22-16 þegar KA tók sitt annað leikhlé. KA kom engum björgum við og kláraði Afturelding fjórðu hrinuna 25-18.

Sterk hávörn og barátta einkenndi leik Aftureldingar í byrjunn oddahrinunar sem þeir leiddu 6-4 þegar KA tóku sitt fyrsta leikhlé. KA snéru þá vörn í sókn og komust yfir í stöðunni 8-7 þegar liðinn skiptu um vallarhelminga. KA héldu einbeittir áfram og héldu áfram yfirhöndinni í stöðunni 11-7 þegar Afturelding tók leikhlé. Afturelding náði sér ekki á strik á lokasprettingum og voru það KA sem kláruðu oddahrinuna 15-10 og unnu þar með leikinn 3-0. KA keppir því til úrslita á móti Þrótti Reykjavík á laugardaginn.