Afturelding tók á móti KA í öðrum leik liðana í undanúrslitum í Unbrokendeild karla í dag. KA vann fyrsta leikinn fyrir norðan og var það því að duga eða drepast fyrir heimamenn í mosó. Afturelding byrjaði fyrstu hrinuna betur og leiddu með þremur stigum þegar staðan var 14-11. KA náði þá góðum sprett og jafnaði stöðuna í 15-15. Þá gáfu heimamenn aftur í og leiddu restina af hrinunni sem þeir kláruðu 25-22.
Önnur hrina var jöfn og spennandi þar sem liðinn skiptust á að halda forustu. KA náði tveggja stiga forskoti á Aftureldingu þegar komið var í miðja hrinu 14-16. Afturelding náði sér ekki á mikið flug eftir það og sótti aðeins fjögur stig á meðan KA kláraði hrinuna 18-25.
KA byrjaði þriðju hrinuna betur og leiddu snemma með fimm stigum 5-10. Afturelding vann sig hægt og rólega aftur inn í hrinuna og minnkuðu muninn í aðeins eitt stig þegar staðan var 16-17. Þá gáfu gestirnir svo sannarlega í og náði Afturelding aldrei að jafna hrinuna sem KA kláraði 21-25.
Afturelding var þá komið með bakið upp við vegg þar sem þeir urðu að vinna fjórðu hrinuna til að halda draumnum um úrslitinn á lífi. Heimamenn byrjuðu hrinuna vel og leiddu þegar komið var í hálfa hrinu 14-11. Gestirnir gerðu sér þá lítið fyrir og jöfnuðu leikinn í stöðunni 15-15. Áfram var hrinan jöfn allt þar til í stöðunni 20-20 þegar KA skellti gjörsamlega í lás og sóttu næstu fimm stig. Gestirnir kláruðu þar með fjórðu hrinuna 20-25 og unnu þar með leikinn 1-3. KA er því komið í úrslit Unbrokendeildar karla eftir 2-0 sigur í einvígi gegn Aftureldingu. Ekki er ljóst hverjum þeir mætast því staðan í hinum undan úrslitum er 1-1 milli Þróttar Reykjavíkur og Hamars og fer oddaleikurinn fram næstkomandi miðvikudag.
Stigahæstur hjá KA var Miguel Mateo með 18 stig og hjá Aftureldingu var það Valens Torfi með 15 stig og Sigþór á eftir honum með 14 stig