Afturelding sótti KA heim í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum núna í kvöld. Fyrsta hrina byrjaði nokkuð jöfn og hélst þannig út næstum alla hrinuna þó heimamenn hafi alltaf verið einu skrefi á undan gestunum. Undir lokinn gáfu svo KA menn enn meira í og tóku hrinuna nokkuð örugglega 25-20.
Önnur hrina byrjaði virkilega jöfn og var aldrei meira en eitt stig sem skildi af liðin. KA menn náðu svo upp tveggja stiga forystu í stöðunni 12-10. Aftureldingarmenn tóku þá leikhlé til þess að stoppa KA strax áður en þeir ná að byggja upp meira forskot. Það gekk ekki til og í stöðunni 15-12 fyrir KA gera gestirnir breytingu á liði sínu, útaf kemur Sigþór og inná kom Austris, til þess að finna enn frekari svör. Ekkert gekk upp til að stoppa þá og vann KA hrinuna nokkuð sannfærandi.
KA menn héldu áfram sínu striki og komu af krafti inn í þriðju hrinu og áttu gestirnir aldrei séns. KA náði upp allt að 12 stiga forystu og eftir það fengu ungir og efnilegir drengir að spreyta sig. KA vann hrinuna afar sannfærandi að lokum 25-12 og þar með leikinn 3-0.
Stigahæstur í liði heimamanna var Marcel Pospiech með 20 stig. Einnig er vert að minnast á að Uppspilari KA, Zdravko Kamenov, var með heil 7 stig í þriggja hrinu leik sem er nokkuð sjald séð. Stigahæstur í liði gestanna var Kristinn Hannesson með 8 stig og þar á eftir var Atli Fannar með 7.
Næsti leikur liðanna er á sunnudaginn 6.apríl að Varmá. Með sigri KA getur KA tryggt sér sæti í úrslitunum en með sigri Aftureldingar geta þeir knúið fram oddaleik í einvíginu.