Komarno tók á móti Slavia í seinni leik þeirra í átta liða úrslitum úrslitakeppninar í Slóvakiu. Slavia mættu jafn sterkar til leiks og í fyrsta leik liðana. Þær náðu fljótt tökunum á leiknum og komu sér í gríðarlega góða stöðu þegar þær leiddu 5-13. Komarno átti enginn svör við gríðalega sterkum uppgjöfum og sóknum gestana sem kláruðu fyrstu hinuna auðveldlega 12-25.
Slavia gáfu ekkert eftir í annarri hrinu og leiddu aftur 5-13 þegar þjálfari Komarno tók sitt fyrsta leikhlé. Lítið skánaði í leik heimaliðsins sem sá aldrei til sólar í hrinunni. Slavia silgdi heim öruggum sigri í annarri hrinu 11-25.
Það var allt annað að sjá til Komarno í þriðju hrinu sem leiddi óvænt 12-9 þegar þjálfari Slavia tók leikhlé til að endurstilla sitt lið. Slavia komu einbeittar aftur inn á völlinn og jöfnuðu hrinuna í 15-15. Þá var ekki aftur snúið fyrir Komarno sem misstu allan móð á lokasprettinum í hrinunni sem Slavia kláraði 18-25. Matthildur og liðsfélagar hennar í Slavia eru því kominn áfram í undan úrslit úrslitakeppninar í Slóvakiu.