Přerov hélt til Brno þann 9. nóvember og mætti Šelmy Brno.
Leikurinn byrjaði afar jafnt, Šelmy komst yfir nokkur stig en náði Přerov að jafna. Přerov náði þá tveggja stiga forskoti sem dugði ekki lengi og náði Šelmy að jafna og var hnífjafnt þanga til í 20 – 20, þá náði Přerov að gefa í og klára hrinuna 25 – 23.
Přerov byrjuðu sterkt og voru komnar með mikilvægt forskot í 6 – 2, Přerov hélt góðu forskoti þanga til að Šelmy náði að jafna í 17 – 17. Přerov héldu áfram að spila vel og náðu aftur forskoti sem Šelmy náði ekki að jafna og vann Přerov hrinuna 25 – 20.
Přerov komu með sama spil inn í þriðju hrinu og byrjuðu hana líka með 6 – 2 forskot og síðan 16 – 9. Šelmy voru ekki tilbúnar að gefast upp og náðu að halda í en dugði það ekki til og náðu aldrei að jafna og vann Přerov hrinuna 25 – 19 og því með leikinn 3 – 0
Með þessum þremur stigum fór Přerov frá 8 sæti upp í 7 sæti af 10 liðum í deildinni.
Næsti leikur hjá Přerov er fimmtudaginn á móti Kb Brno í 8 liða úrslitum í bikarkeppninni. Hægt er að horfa á alla leiki í Tékknesku deildinni inn á Volej.tv.