Innlendar fréttir

Mikilvægir leikir í KA heimilinu

Mikilvægir leikir fóru fram í KA heimilinu um helgina þar sem KA tók á móti liðum HK í karla og kvenna. Bæði KA liðin þurftu á sigri að halda í baráttunni um deildarmeistara titilinn. Karlaleikurinn var fyrstur á dagskrá og greinilegt að Heimamenn voru klárir í slaginn þar sem þeir náðu stax taki á hrinunni og voru með yfirhöndina allan tíma. Margrir ungir leikmenn fengu að spreyta sig KA megin og unnu þeir hana 25-15.

Önnur hrina spilaðis rosalega svipað og sú fyrsta og var sigurinn aldrei í hættu hjá heimamönnum, en KA vann hana 25-17.

Leikurinn breyttist ekkert í þriðju hrinu og unnu heimamenn hana nokkuð þæginlega 25-11 og unnu leikinn 3-0 og tryggðu sér þar með þrjú mikilvæg stig í deildarmeistarabaráttunni.

Stigahæsti leikmaður KA var Marcel Pospiech með 16 stig. Stigahæstur í liði HK var Artur Vlasov með 9 stig.

Þá var komið að kvennaliðunum að taka við. KA konur byrjuðu leikinn sterkt og voru fljótar að byggja upp gott forskot. HK konur gáfu samt ekkert eftir og voru aldrei langt undan KA. Undir lok hrinunnar var hún sem mest spennandi en þar hafði KA betur 25-21.

Önnur hrina var spennandi allt frá fyrsta stigi. HK náðu tveggja stiga forystu í fyrsta skiptið í hrinunni í stöðunni 15-17 og tók þá KA sitt fyrsta leikhlé. HK hélt áfram að pressa mikið á heimakonur ásamt því að KA gerði virkilega mikið af dýrum mistökum. KA tekur sitt annað leikhlé í stöðunni 19-22 fyrir HK og náði þá KA að minnka muninn niður í 1 stig í stöðunni 20-21. Virkilega mikil spenna var í lok hrinunar þar sem HK höfðu betur að lokum 23-25 og náðu þá að jafna leikinn 1-1.

Þriðja hrina var með sama hætti og sú fyrsta þar sem bæði lið börðust virkilega mikið og varnarleikur gestanna til fyrirmyndar sem gerði erfitt fyrir heimakonur að ná upp einhverri forystu í hrinunni. Undir lok hrinunnar fóru þó heimakonur að síga hægt og rólega fram úr og unnu hrinuna 25-21.

Leikurinn hélt áfram að spilast eins og í síðustu tveimur hrinunum. HK héldu áfram að verjast vel gegn sterkum sóknarmönnum KA og var aldrei meria en tvö stig sem skildu að liðin. HK unnu hrinuna að lokum 23-25 og náðu að knýja fram oddahrinu.

Margar langar skorpur voru spilaðar í oddahrinunni og nokkuð augljóst að hvorugt liðið var tilbúið að gefa sigurinn upp á bátinn. Í stöðunni 13-11 fyrir KA var í fyrsta skiptið sem heimakonur náðu tveggja stiga forystu í hrinunni og tóku gestirnir þar af leiðandi leikhlé. KA unnu þó að lokum hrinuna 15-11 og nældu sér í tvö stig úr leiknum

Stigahæst í liði KA var Julia Bonet eins og oft áður með hvorki meira né minna en 35 stig og þar á eftir var Paula Del Olmo með 27 stig. Stigahæst í liði HK var Líney Inga Guðmundsdóttir með 17 stig og þar á eftir var Þórdís Guðmundsdóttir með 15 stig