Fréttir - Innlendar fréttir

Mínútu þögn til minningar um Heklu Hrafnsdóttir

Þær sorgarfréttir bárust þann 12. nóvember að Hekla Hrafnsdóttir væri látin. Hekla lést í faðmi fjölskyldunnar á Krabbameinsdeild Landspítalans.

Hekla spilaði blak með Þrótti Reykjavík í gegnum alla yngri flokkana og í nokkur ár með meistaraflokki Þróttar svo og með unglingalandsliðum Íslands. Síðustu ár hefur Hekla spilað með neðri deildar liðum Þróttar ásamt systrum sínum og tekið þátt í Íslandsmótum. Hekla var alla tíð virk innan blakdeildar Þróttar sem leikmaður, stuðningsmaður og sjálfboðaliði.

Hekla var einstaklega falleg sál og frábær leikmaður innan sem utan vallar. Það sem einkenndi hana var gleði, dugnaður, hugrekki og einnig var hún hvetjandi og hjartahlý. Hennar verður sárt saknað af öllum þeim sem fengu að kynnast henni og njóta samveru hennar.

Í kvöld klukkan 19:30 mun Þróttur Reykjavík taka á móti HK í Unbrokendeild kvenna í Laugardalshöllinni. Þar verður minning Heklu heiðruð með mínútu þögn. Allur ágóði leiksins rennur til Blóð- og krabbmeinsdeildar Landspítala Íslands. Við hvetjum alla til að mæta á leikinn og heiðra þannig minningu Heklu og styrkja um leið Blóð- og krabbameinsdeild Landspítalans. Fyrir þá sem ekki komast á leikinn viljum við benda á styrktarreikning Blóð- og krabbameinsdeildarinnar:
reikn. 0331-26-003324
kt 670418-2000

Blakfréttir sendir innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina Heklu

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *