Erlendar fréttir

Nordenskov höfðu betur gengn Odense Volleyball

Laugardaginn 23. nóvember héldu Odense Volleyball þar sem að þeir Ævarr Freyr og Galdur Máni spila til Nordenskov þar sem að það var toppslagur um fyrsta sæti deildarinnar.

Nordenskov mættu grimmir til leiks og leiddu 6-1 og 11-2. Nordenskov voru sterkir og voru með 16-6 forystu. Odense Volleyball náðu hægt og róleg að minka muninn en ekki dugði það til og sigruðu Nordenskov fyrstu hrinuna 25-19.

Líkt og í fyrstu hrinu komu Nordenskov sterkir inn í aðra hrinu og leiddu 11-5. Nordenskov voru sterkir og voru með yfirhöndina 17-11. Með góðri baráttu Odense Volleyball minkuðu þeir muninn í 18-16 og jöfnuðu Nordenskov í stöðunni 23-23. Mikil spenna var í höllinni og skiptust liðin á því að skora. Eftir æsispennandi lokasprett hrinunnar lokuðu Odense Volleyball hrinunni 30-32 og jöfnuðu þar með leikinn í 1-1.

Odense Volleyball voru komnir í gír og byrjaði þriðja hrina jöfn. Hrinan var hnífjöfn og æsispennandi þar sem að liðin skoruðu til skiptis. Nordenskov höfðu betur og sigruðu þriðju hrinuna 27-25.

Fjórða hrina var að sama skapi og sú fjórða þar sem að liðin voru jöfn og skoruðu til skiptis. Undir lok hrinunnnar gáfu Nordenskov í og sigruðu hrinuna 25-21 og þar með leikinn 3-1.

Næsti leikur Odense Volleyball er laugardaginn 30. nóvember þar sem að þær munu mæta VK Vestsjælland.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *