Laugardaginn 5. október spiluðu bæði Odense Volleyball, þar sem að þeir Ævarr Freyr og Galdur máni spila og Holte IF þar sem að hún Sara Ósk spilar. Bæði lið voru að spila sinn annan leik í deildinni á tímabilinu og fengu Odense Volleyball Ikast í heimsókn og Holte mættu Brøndby á heimavelli.
Odense Volleyball – Ikast
Þeir Ævarr Freyr og Galdur máni voru báðir í byrjunarliði leiksins. Galdur sem miðja og Ævarr sem frelsingi. En Ævarr hefur seinustu ár leikið sem kantur í liðinu en hefur nú fengið nýtt hlutverk innan liðsins þetta tímabilið þar sem að hann mun spila frelsingja.
Leikurinn byrjaði jafn þar sem að liðin skiptust á því að skora upp að stöðunni 7-7. Þá gáfu Ikast í og leiddu 7-10. Odense Volleyball voru þó ekki sáttir með það og gáfu hressilega í. Odense Volleyball tóku 6 stig í röð og komu sér í 13-10 forystu. Eftir það var leikurinn jafn og skiptust liðin á því að skora en héldu Odense Volleyball þó alltaf nokkurra stiga forskoti. Um miðja hrinu gáfu Ikast í og jöfnuðu heimamenn í stöðunni 18-18. Odense Volleyball settu þá fótinn á bensíngjöfina og tóku sjö stig á móti tveimur og sigruðu hrinuna 25-20.
Heimamenn komu sterkir inn í aðra hrinu og leiddu 6-3 og 8-4. Ikast náðu hægt og rólega að minka muninn og jöfnuðu Odense Volleyball í stöðunni 12-12. Leikar voru jafnir og skipust liðin á því að skora upp að stöðunni 18-18. Þá gáfu heimamenn í og leiddu leika 21-18. Gestirnir voru þó ekki lengi að því að setja í annan gír og jöfnuðu aftur í stöðunni 21-21 og komu sér í 21-23 forystu. Ikast komu sér í góða stöðu og leiddu 22-24. Í stöðunni 23-24 fyrir Ikast laumaði kanturinn Laurits Schultz frá Odense Volleyball og dæmdu dómararnir það út fyrir antenunna. Leimenn frá Odense Volleyball voru ekki sáttir með dóminn og var mikill hiti í húsinu. Dómarinn stóð þó á sínu og fengu Ikast stigið og jöfnuðu þar með leikinn í 1-1.
Odense Volleyball komu sterkir inn í þriðju hrinu og leit út fyrir það að dómara skandallinn sem gerðist í fyrri hrinu hafi kveikt í heimamönnum þar sem að þeir leiddu 8-4, 11-7 og 15-9. Ikast voru í vandræðum með heimamenn og héldu þeir áfram að leiða 22-13 og sigruðu að lokum hrinuna sannfærandi 25-14.
þriðja hrina byrjaði jöfn og stóðu leikar í 7-7. Þá gáfu heimamenn í og leiddu 10-7. Líkt og í fyrri hrinum voru Ikast ekki lengi að gefa í og jöfnuðu heimamenn í stöðunni 11-11. Í stöðunni 14-14 settu gestirnir í annan gír og leiddu 14-17. Odense Volleyball héldu í við gestina og jöfnðu í stöðunni 22-22. Eftir spennandi og jafna hrinu lokaði Galdur Máni leiknum 25-23 með ás.
Stigahæðstur í liði Odense Volleyball var Sigurd Varming með 21 stig.
Næsti leikur Odense Volleyball er á miðvikudaginn 9. október þar sem að þeir halda til Kaupmannahafnar og spila gegn Hvidovre.
Holte – Brøndby
Holte fengu Brøndby í heimsókn í fyrsta heimaleik tímabilsins.
Leikurinn var allur mjög jafn og spennandi en Holte hafði betur og sigraði hrinurnar 26-24, 25-19 og 25-21.
Leikmenn leiksins voru þær Clara Windeleff og Frida Brinck.
Næsti leikur Holte er miðvikudaginn 9. október en þá halda þær til Sviss þar sem að þær mæta VC Kanti Schaffhausen í Evrópubikarnum.