Erlendar fréttir

Síðastliðnar vikur hjá Hafsteini í Svíþjóð

Hafsteinn Már spilar með liði Habo Wolley í svíþjóð. Liðið hefur spilað þó nokkra leiki seinastliðnar vikur.

Habo Wolley – Örkelljunga

Þann 10. nóvember mættu Habo Wolley Örkelljunga á heimavelli. Habo Wolley töpuðu leiknum 1-3. Leikurinn var æsispennandi og fóru þrjár af fjórum hrinum í upphækkun, (25-22, 24-26, 27-29 og 24-26).

Hafsteinn Már var stigahæðstur í leiknum með ekki meira en minna en 24 stig.

Floby Volleybollklubb – Habo Wolley

13. nóvember mættu Habo Wolley Floby Volleybollklubb á útivelli.

Sá leikur var einnig mjög jafn og töpuðu Habo Wolley 3-2 (21-25, 25-13, 25-23, 19-25 og 15-11).

Stigahæstur hjá Habo Wolley var Algot Danielsson með heil 25 stig og á eftir honum kom Hafsteinn Már með 12 stig.

Habo Wolley – Vingåkers VBK

þann 17. nóvember mættu Habo Wolley Vingåkers VBK á heimavelli.

Habo Wolley sigruðu leikinn 3-0 (25-22, 26-24 og 25-21).

Algot Danielsson var stigahæðstur fyrir Habo Wolley með 18 stig.

Solletuna VK – Habo Wolley

þann 23. nóvember fóru Habo Wolley í heimsókn til Sollentuna VK.

Habo Wolley töpuðu leiknum naumlega 3-0 (25-21, 27-25, 30-28).

Hafsteinn Már var stigahæðstur fyrir lið Habo Wolley með 15 stig.

Hafsteinn Már er að gera vel í liði sínu úti í svíðjóð og minnum við á að hægt er að fylgjast með öllum leikjum sænsku deildarinnar inn á: volleyboll.se

Næsti leikur Habo Wolley er sunnudaginn 1. desember þar sem að þeir mæta Malmö VK á heimavelli.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *